Samstæða Deloitte ehf. hagnaðist um 407 milljónir króna á síðasta rekstrarári sem lauk 31. maí sl. en hagnaður jókst um 34% milli ára. Velta samstæðunnar jókst um 2,5% og nam 5 milljörðum. Eignir samstæðunnar jukust um 4,5% og námu 2,7 milljörðum í lok rekstrarárs. Eigið fé hækkaði um 26% og nam 722 milljónum en skuldir lækkuðu um 1,5% og námu 1,9 milljörðum. Eiginfjárhlutfall var 27,1%. Þorsteinn Pétur Guðjónsson er forstjóri Deloitte á Íslandi.