Einungis 41 flugfreyja og flugþjónar verður áfram við störf hjá Icelandair eftir uppsagnir morgunsins, í 35 stöðugildum, en 897 flugfreyjum og - þjónum félagsins var sagt upp í dag.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá fyrir rúmri stundu verða ríflega 2.000 manns sagt upp hjá félaginu, en þó uppsagnirnar eru sagðar ná til allra hópa innan félagsins hafi þær mest áhrif á störf beintengdum framleiðslu.

Það er hjá áhöfnum flugvéla, viðhaldsþjónustu og starfsfólk flug- og farþegaþjónustu, og er nú ljóst að tæplega helmingur þeirra verða flugfreyjur og flugþjónar.

Alls var 421 flugmanni sagt upp í dag, sem þýðir að 26 halda starfi sínu, þar af eru 15 flugstjórar, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.