Flugleiðir/Icelandair er búið að ráða 41 flugmanna til starfa og þar af hafa tæplega 30 manns lokið þjálfun eða eru að ljúka þjálfun. Eftir er að halda tvö námskeið fyrir þá sem eftir eru af hópnum, en fyrsta námskeiðið hófst í nóvember. Jens Bjarnason, flugrekstarstjóri Icelandair, segir í frétt á heimasíðu FÍA að ekkert sé ákveðið með fjölda flugmanna næsta haust, enda ávallt mikil óvissa um leiguflug Loftleiða erlendis. Þó er ljóst að næsta vetur þarf félagið að manna tvær B-757 fraktvélar umfram það sem var nú í vetur.

Flugfélag Íslands eru búið að ráða 12 flugmenn á síðustu vikum og segir Gylfi Ernst Gíslason flugrekstrarstjóri á heimasíðu FÍA að ráðningum sé ekki lokið fyrir vorið; líklega verði 2 flugmenn ráðnir til viðbótar. Næsta sumar verða 6 F-50 vélar í notkun hjá Flugfélaginu, tvær Metró vélar og tvær Twin Otter. Til stendur að skila einni Metró 23 flugvél, sem félagið hefur haft á leigu og í hennar stað verður TF-JMK komið í gagnið að nýju.