Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 4,1% á árstíðarleiðréttum ársgrunni á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt opinberum gögnum sem birt voru fyrir skömmu. Hagkerfið vestanhafs hefur ekki vaxið jafn hratt síðan á 3 ársfjórðungi 2014. Jókst hagvöxtur töluvert frá síðasta ársfjórðungi þegar hann mældist 2,2%.

Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi aukist var hann 0,3 prósentustigum lægri en hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir í könnun The Wall Street Jorunal . Gert er ráð fyrir því að þessar sterku tölur renni enn frekari stoðum undir frekari vaxtahækkanir hjá Seðlabanka Bandaríkjanna. Peningastefnunefnd bankans hefur nú þegar hækkað vexti í tvígang á þessu ári. Auk þess hefur nefndin gefið það út að hún muni hækka vexti tvisvar sinnum í viðbót á þessu ári.