Í lok ársins 2012 var 41 mál í kæruferli innan Seðlabankans til lögreglu vegna gruns um meiri háttar brot á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Kemur þetta fram í ársskýrslu Seðlabankans.

Eftirlitsdeild gjaldeyriseftirlits Seðlabnkans tilkynnti rannsóknardeild bankans um 27 mál í fyrra vegna meintra brota á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Undanþágudeild sendi svo önnur níu mál til viðbótar. Þá Þá voru 46 mál tekin til rannsóknar innan rannsóknardeildar.

Gjaldeyriseftirliti Seðlabankans bárust 973 umsóknir um undanþágur frá lögum um gjaldeyrismál á árinu 2012. Á árinu lauk undanþágudeild afgreiðslu á 711 umsóknum, þar af voru 557 samþykktar, 15 samþykktar að hluta, 39 hafnað og 100 lokið með öðrum hætti, þær afturkallaðar eða lokið með leiðbeiningum.