Tekjujöfnuður ársins 2010 varð neikvæður um 123 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir að hann yrði neikvæður um 82 milljarða króna og var því raunútkoman 41 milljarði króna verri en gert var ráð fyrir í heildarfjárheimildum ársins.

Þessi tekjuhalli er um 26% af heildartekjum ársins og 8% af landsframleiðslu. Tekjurnar voru nokkurn veginn í samræmi við áætlanir en gjöldin voru 42 milljörðum króna hærri. Þrátt fyrir að þessi niðurstaða sé verri en gert var ráð fyrir í áætlunum þá er hún betri en á árinu 2009 þegar tekjujöfnuðurinn var neikvæður um 139 milljarða króna. Frumjöfnuður ársins er neikvæður um rúman 84 milljarða króna en gert var ráð fyrir að hann yrði neikvæður um 39 milljarða króna í heildarfjárheimildum ársins af því er fram kemur í tilkynningu fjármálaráðuneytissins.

Viðbótarframlag til Íbúðalánasjóðs að upphæð 33 milljörðum króna sem ekki var gert ráð fyrir skýrir þetta frávik að stórum hluta. Einnig voru veruleg frávik í nokkrum óreglulegum liðum sem erfitt er að áætla nákvæmlega fyrir. Nægir þar að nefna afskriftir skattkrafna, lífeyrisskuldbindingar og greiddan fjármagnstekjuskatt.

Tekjur og gjöld ríkissjóðs

Tekjur ársins urðu alls 479 milljarðar króna sem jafngildir um 31% af landsframleiðslu ársins. Árið 2009 námu þær tæpum 440 milljörðum króna eða 29% af landsframleiðslu þess árs og aukast þær um 39 milljarða á milli ára. Þessi niðurstaða er nokkurn veginn í samræmi við tekjuáætlun ársins 2010.

Gjöld ríkissjóðs reyndust um 602 milljarðar króna. Árið 2009 námu þau tæplega 579 milljörðum króna. Heildarútgjaldaheimildir hljóðuðu upp á 578 milljarða króna og því voru raunútgjöld um 24 milljörðum króna hærri en fjárheimildir gerðu ráð fyrir. Stærstu útgjaldaliðir ríkissjóðs eru útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og velferðarmála og almennrar opinberrar þjónustu. Þessir þættir vega rúmlega 60% í útgjöldum ríkissjóðs á árinu 2010. na á milli ára.