Talsverður samdráttur verður í nýframkvæmdum hins opinbara á árinu 2009 frá því sem áður var áformað.

Samtals mun lækkun framkvæmda nema um 11 milljörðum króna eða 21% af áætluðum kostaði við nýframkvæmdir ársins.

Þrátt fyrir þessar breytingar munu framkvæmdir næsta árs nema ríflega 41 milljarði króna sem er svipuð upphæð og framkvæmt var fyrir á þessu ári, samkvæmt tilkynningu frá fjármálráðuneytinu.

„Þetta þýðir að árið 2009 verður eitt mesta framkvæmdaár sögunnar með tilliti til fjárveitinga ríkisins,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Sjá tilkynningu fjármálaráðuneytisins .

„Með því vill ríkisstjórnin leggja sitt af mörkum við að halda uppi framkvæmdum og þar með skapa atvinnu þegar atvinnuleysi fer vaxandi.“

Þá kemur fram að helmingur af sparnaði í nýframkvæmdum verður í vegagerð en af öðrum einstökum liðum má nefna að frestun verður á framkvæmdum vegna nýrrar flugvélar og varðskips Landhelgisgæslunnar, dregið verður úr fjölgun leiguíbúða og húsbyggingu á vegum Stofnunar Árna Magnússonar verður slegið á frest.