*

föstudagur, 28. janúar 2022
Innlent 2. ágúst 2021 11:29

41% samdráttur hagnaðar hjá Terra

Félagið hagnaðist um 98 milljónir króna árið 2020 miðað við 166 milljónir árið áður.

Ritstjórn
Valgeir Baldursson, framkvæmdastjóri Terra.
Haraldur Guðjónsson

Terra hf., áður Gámaþjónustan, hagnaðist um 98 milljónir króna árið 2020 miðað við 166 milljónir árið áður.

Tekjur félagsins námu 6.481 milljón króna, sem er sambærilegt fyrra ári. Eigið fé í lok árs var 2.577 milljónir króna og eignir voru 6.469 milljónir. Eiginfjárhlutfall félagsins hækkaði um prósentustig, í 40%, á árinu. 

Launakostnaður lækkaði um 31 milljón króna á árinu og nam 2.562 milljónum.  Stöðugildum fækkaði um 10 á árinu í 230. Framkvæmdastjóri Terra er Valgeir Baldursson.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér


Stikkorð: Terra