Tekjuvöxtur var hjá öllum vörumerkjum Mosaic á fjórðungnum. Líkt og á öðrum ársfjórðungi var vöxturinn mestur hjá hjá Coast vörumerkinu eða 41%. Oasis sýndi auk þess góðan vöxt eða sem nemur 14%. Vöxturinn var hins vegar minni hjá Karen Millen og Whistles eða 4-5%.

Í áliti greiningardeildar Landsbankans, sem sent var út vegna ársfjórðungsins, kemur fram að bæði Karen Millen og Whistles vörumerkin hafa aðeins verið inni í samstæðunni frá miðju síðasta ári og skýrist minni vöxtur því að einhverju leyti af því að ekki hefur enn tekist að samþætta starfsemi vörumerkjanna að fullu við rekstur samstæðunnar.

Karen Millen er enn að glíma við erfiðleika á framboðshliðinni líkt og síðustu tvo fjórðunga.

Vöxtur Whistles hefur hins vegar verið betri síðustu tvo ársfjórðunga enda hefur gengið betur að sameina starfsemi Whistles við rekstur Mosaic. Slakan árangur Whistles má að miklu leyti rekja til verkfalls sem átti sér stað í mikilvægri verksmiðju félagsins í Evrópu á fjórðungnum segir greiningardeild Landsbankans.

Mestur var vöxturinn hjá Coast og Oasis, en aðeins 4-5% vöxtur var hjá Karen Millen og Whistles Samþættingin felur meðal annars í sér að koma framleiðslunni á einn stað en framleiðsluteymi Karen Millen og Whistles hafa nú þegar verið flutt og starfa nú við hlið framleiðsluteyma Oasis og Coast.