Árvak­ur hf. sem er út­gef­andi Morg­un­blaðsins, mbl.is og K100, tapaði 415 millj­ónum króna árið 2018. Af­koma fyr­ir af­skrift­ir, fjár­magnsliði og skatta (EBITDA) var nei­kvæð um 238 millj­ón­ir króna. Tekj­ur félagsins juk­ust um 110 millj­ón­ir króna og námu 3,8 millj­örðum króna. Gjöld juk­ust meira og þar veg­ur launa­kostnaður langþyngst, að því er kemur fram á vef mbl.is .

Eign­ir Árvak­urs voru rúm­ir tveir millj­arðar króna um síðustu ára­mót, og eig­in­fjár­hlut­fall var rúmlega 28%.  Í frétt mbl.is segir jafnframt að ákveðið hafi verið að ráðast í hluta­fjáraukn­ingu til að treysta fjár­hags­stöðu fé­lags­ins og unnið sé við að ljúka henni um þess­ar mund­ir.

„Ráðist hef­ur verið í um­fangs­mikl­ar aðgerðir til að hagræða í rekstri fé­lags­ins og eru þær farn­ar að skila um­tals­verðum ár­angri á síðustu mánuðum. Engu að síður er rekstr­ar­um­hverfið enn erfitt, eins og ít­rekað hef­ur komið fram í op­in­berri umræðu. Sam­keppn­in við Rík­is­út­varpið hef­ur orðið sí­fellt erfiðari, en nei­kvæð umræða á vinnu­markaði, sem enn held­ur áfram þó að stærstu aðilar á vinnu­markaðnum hafi samið, hef­ur auk stórra áfalla í at­vinnu­líf­inu haft veru­lega nei­kvæð áhrif á aug­lýs­inga­markaði og þar með á rekst­ur fjöl­miðla,“ er haft eftir Har­ald­i Johann­essen, fram­kvæmda­stjóra Árvak­urs, í frétt mbl.is.

„Erfitt rekstr­ar­um­hverfi breyt­ir því þó ekki að miðlar Árvak­urs standa mjög sterkt um þess­ar mund­ir og ná aug­um og eyr­um meira en níu af hverj­um tíu lands­mönn­um, sem ger­ir Árvak­ur að öfl­ug­asta fjöl­miðlafyr­ir­tæki lands­ins. Og Árvak­ur hef­ur þrátt fyr­ir rekstr­ar­um­hverfið haldið áfram að ráðast í breyt­ing­ar og nýj­ung­ar til að bæta þjón­ustu við not­end­ur miðlanna, nú síðast með mikl­um breyt­ing­um á mbl.is eins og lands­menn sáu fyr­ir réttri viku," segir Haraldur jafnframt í fréttinni.