*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Erlent 22. nóvember 2017 16:39

416 milljarða Brexit reikningur

Breska fjármálaráðuneytið eyrnamerkir 3 milljörðum punda í Brexit undirbúning sem nemur 416 milljörðum króna.

Ritstjórn
epa

Búist er við að undirbúningur fyrir Brexit kosti breska ríkið þrjá milljarða sterlingspunda á næstu tveimur árum en það samsvarar um 416 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins. Þetta kom fram í máli Philips Hammond, fjármálaráðherra, fyrir breska þinginu í dag. Þar kom einnig fram að stjórnvöld búast við hægari gangi í hagkerfinu en áður hafði verið spáð.

Engu að síður kynnti Hammond hugmyndir um skattaundanþágur fyrir byggingarverktaka til þess að auka framboð húsnæðis á næstu fimm árum og lægja áhyggjur yfir hækkandi fasteignaverði. Auk þess myndi ungt fólk á aldrinum 26-30 fá niðurgreiðslu á lestarsamgöngukostnaði.

Þrír milljarðarnir koma ofan á aðrar 700 milljónir sem nú þegar er búið að úthluta til Brexit.