Rúm fjögurra milljarða króna velta var með viðskipti í Kauphöllinni í dag. Þá var 3,5 milljarða króna velta í viðskiptum með skuldabréf og um 744 milljóna króna velta í viðskiptum með hlutabréf.

Á aðalmarkaði breyttist gengi hlutabréfa lítið. Mest lækkaði gengi bréfa í HB Granda um 1,66% og þar á eftir lækkaði mest gengi bréfa Icelandair Group um 0,66%. Mesta hækkunin var á gengi bréfa í Eimskipafélagi Íslands um 0,64% en þar á eftir fylgir hækkun í gengi hlutabréfa í Marel um 0,35%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,22% í dag og stendur lokagildi hennar nú í 1.361,79.