Um 42 milljarðar af þeim 150 milljörðum sem skuldaniðurfellingatillögur sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar eru metnar á koma úr séreignarlífeyrissparnaði húsnæðislántakenda. 28 milljarðar eru kostnaður vegna skattfrelsis séreignasparnaðar og 80 milljarðar eru vegna lækkunar höfuðstóls. Þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabankans sem birtist í dag. Þar mat lagt á kostnað vegna aðgerðanna.

Í Peningamálum segir að umfang aðgerðarinnar sé u.þ.b. 8½% af áætlaðri landsframleiðslu síðasta árs eða 15½% af einkaneyslu og um 17½% af áætluðum ráðstöfunartekjum heimilanna. Þar af sam¬ svarari framlag stjórnvalda u.þ.b. 6% af landsframleiðslu, ríflega 11% af áætlaðri einkaneyslu og 12½% af áætluðum ráðstöfunartekjum.4

Ætla má að skuldir heimila minnki vegna þessa um 8% og gætu því að öðru óbreyttu farið úr 102% af landsframleiðslu á þriðja fjórðungi sl. árs í 94% þegar áhrif aðgerðarinnar eru að fullu komin fram. Þar sem bein lækkun höfuðstóls skulda beinist eingöngu að verðtryggðum skuldum mun hlutdeild verðtryggðra lána í skuldum heimila minnka enn frekar frá því sem nú.