Citigroup Inc hefur fallist á að borga fráfarandi yfirmanni fjárfestingabankastarfsemi fyrirtækisins rúmlega 42 milljónir Bandaríkjadala við starfslok hans. Maðurinn sem um ræðir heitir Michael Klein og upphæðin er álíka há og framkvæmdastjóri Citigroup fékk er hann hætti í nóvember síðastliðnum.

Klein fær peningana þó ekki í hendurnar endurgjaldslaust. Gegn greiðslunni má hann ekki vinna fyrir, ráðleggja eða þjónusta viðskiptavini hjá 12 stórra banka fyrr en eftir október 2009.

Klein starfaði í 23 ár hjá Citigroup. Hann fær 21,3 milljónir dala í lok mars 2009, 7,5 milljónir í október 2009 og auk þess 5,5 milljónir á næstu dögum. Auk þess er kaupréttur Klein metinn á 8,3 milljónir dala.

Klein má ekki starfa fyrir: Barclays, Credit Suisse, Deutsche Bank, Goldman Sachs Group Inc, HSBC, JPMorgan Chase & Co, Lazard Ltd, Lehman Brothers Holdings Inc, Merrill Lynch & Co, Morgan Stanley, Royal Bank of Scotland og UBS.

Þetta kemur fram í frétt Reuters.