*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 11. nóvember 2004 10:41

42% stofnbréfa seld

lægsta sölutilboð í SPRON bréf nú á genginu 7

Ritstjórn

Eftir mikil viðskipti á genginu 6,8 í síðustu viku hefur heldur róast yfir stofnfjármarkaði með bréf í SPRON. Að sögn umsjónaraðila sölunnar er tíminn notaður til að ganga frá pappírsvinnu og skráningu, en eins og gefur að skilja er mikil vinna sem fylgir því að selja 42% stofnfjárbréfa í SPRON eins og gert hefur verið. Hagstæðustu kauptilboðin eru í 6,70 en lægsta sölutilboð 7,0.