Hagnaður Lánasjóðs sveitarfélaga á öðrum fjórðungi var í samræmi við væntingar sjóðsins og nam 420 milljónum króna samanborið við 430 milljónir króna á sama tímabili í fyrra.  Lækkun hagnaðar milli ára er rakin til styrkingar krónunnar framan af árinu samanborið við sama tímabil 2012.

Meginhlutverk sjóðsins er að tryggja sveitarfélögum, stofnunum þeirra og fyrirtækjum lánsfé á hagstæðum kjörum. Útborguð langtímalán á tímabilinu námu 7,3 milljörðum króna. samanborið við 3,8 milljarða á sama tímabili í fyrra.

Vegið eiginfjárhlutfall samkvæmt Basel II um eigið fé fjármálafyrirtækja er 64% og er óbreytt frá áramótum.