Tæknifyrirtækið Skaginn 3x og iðnfyrirtækið Þorgeir & Ellert hafa sagt upp 43 manns sín á milli, að því er fram kemur í facebook-færslu verkalýðsforkólfsins Vilhjálms Birgissonar .

Í færslunni kemur fram að ástæða uppsagnanna sé samdráttur hjá fyrirtækjunum, en Vilhjálmur segir stefna í „gríðarlega erfitt“ ástand á vinnumarkaðnum vegna kórónufaraldursins.

Úrræði ríkisstjórnarinnar um skert stafshlutfall muni þó hjálpa, og hvetur hann fyrirtæki til þess í hvívetna að nýta sér það í stað þess að segja fólki upp.

Óumflýjanlegt sé að stjórnvöld, verkalýðshreyfingin og atvinnulífið taki höndum saman sem aldrei fyrr og leiti allra leiða til að verja atvinnuöryggi og lífsviðurværi launafólks, ella geti illa farið. Í því samhengi segir hann alla verða að vera tilbúna til að hugsa út fyrir kassann og velta upp öllum hugsanlegum leiðum.