43 sótu um stöðu bankastjóra Landsbankans - en frestur til þess að sækja um rann út síðastliðinn miðvikudag. Ríkisútvarpið greinir frá.

Eins og Viðskiptblaðið hefur áður fjallað um þá leitaði Bankaráð Landsbankans af einstaklingum með ótvíðræða leiðtoga- og stórnunarhæfileika og yfirgripsmikla þekkingu á íslensku viðskiptaumhverfi og fjármálamarkaði.

Steinþór Pálsson var áður bankastjóri Landsbankans frá árinu 2010 og starfaði sem bankastjóri í sex og hálft ár, en sagði nýverið upp störfum eftir að hafa sætt talverðrar gagnrýni, m.a. frá Ríkisendurskoðun .

Capacent sér um ráðningaferlið og stefnt er að því að ráða í stöðuna fyrir lok næsta mánaðar. Ekki verður birtur nafnalisti umsækjenda.