*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Innlent 12. desember 2019 10:01

43 þúsund kíló af neftóbaki selst í ár

Áfengi og neftóbak selst meir en sala á sígarettum og sérstaklega vindlum dregst saman. Tuborg með helming jólabjórasölu.

Ritstjórn
Verslanir ÁTVR með áfengi eru undir merkjum Vínbúðarinnar en stofnunin heldur jafnframt utan um tóbakssölu í landinu sem þó er heimiluð í verslunum einkaaðila, en með takmörkunum.
Haraldur Guðjónsson

Það sem af er ári hefur sala á áfengi aukist um 3,13% og um 2,86% á neftóbaki frá fyrra ári, en á sama tíma hefur sala á sígarettum dregist saman um 1,65% að því er Morgunblaðið greinir frá uppúr tölum frá ÁTVR. Vindlasala hefur dregist saman um 3,32%.

Samtals er salan á neftóbakinu á árinu tæplega 43 þúsund kíló. Sala á freyðivíni og kampavíni hefur numið um 205 þúsund lítrum en söluaukningin á því hefur numið tæplega 32%. Söluaukningin á blönduðum drykkjum hefur numið 29%, og svo hefur salan á öðrum bjórtegundum vaxið um 12,3%.

Salan á jólabjórnum svokallaða sem kom í búðir fyrir fjórum vikum hefur aukist um 3,75% frá sama tíma fyrir ári, en Tuborg er vinsælastur með 48% markaðshlutldeild, en næstur er Viking með 10%, Jólagull með 6,7%, Thule með 6,3% og Jóla Kaldi með tæp 4%.

Sala á hvítvíni hefur aukist um 6,7%, rósavínsalan hefur aukist um 9,9% allt á sama tíma og salan á rauðvíni stendur í stað. Sala á viskí og tekíla eykst um ríflega 7%.

Stikkorð: Vínbúðin viskí sala ÁTVR bjór neftóbak