Heildarvelta á Aðalmarkaði hlutabréfaviðskipta í dag nam 4,4 milljörðum króna. Þar af var langmest velta með bréf Marels en hún nam 2,1 milljarði króna. Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 0,4% í viðskiptum dagsins.

Verð á hlutabréfum í Arion banka hækkaði mest í Kauphöllinni í dag eða um 1,39% í 332 milljóna króna viðskiptum. Næst mest hækkaði Festi eða um 0,22% í 233 milljóna króna viðskiptum.

Mest lækkaði verð í Símanum eða um 1,79% í 182 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkaði Reitir eða um 1,28% í 334 milljóna króna viðskiptum.