Tekjuskattur félaga í eigu bankans vegna ársins 2012 nemur rúmlega 2,2 milljörðum króna. Arðgreiðslur samkvæmt reglum um framlag til ríkissjóðs nema tæpum 2,2 milljörðum króna. Samtals eru þetta 4,4 milljarðar króna,“ sagði Lára V. Júlíusdóttir,formaður bankaráðs, við kynningu á ársreikningi Seðlabankans á fimmtudag.

Í máli Láru kom fram að hagnaður Seðlabankans var rúmir 14,3 milljarðar króna á síðasta ári sem svipar til afkomu ársins 2011. Vaxtatekjur lækkuðu um tæpa 20 milljarða króna og munar einkum um lægri vaxtatekjur af verðtryggðum bréfum og öðrum innlendum eignum.

Eignir Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) námu 326 milljörðum króna í lok árs 2012 og höfðu lækkað um 13,3 milljarða frá því í lok árs 2011. Heildareignir Seðlabankans námu 1.068 milljörðum í árslok og minnkuðu töluvert frá fyrra ári þegar virði þeirra nam 1.581 milljarði króna. Ástæðan er einkum fyrirframgreiðsla á erlendum lánum ríkissjóðs og Seðlabankans.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.