*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 18. mars 2019 14:32

4,4 milljóna gjaldþrot Pizza Royal

Ekkert fékkst greitt upp í lýstar kröfur í þrotabúi Pizza Royal, sem námu 4,4 milljónum króna.

Ritstjórn

Skiptum hefur verið lokið í þrotabúi pizzustaðarins Pizza Royal og fékkst ekkert greitt upp í lýstar kröfur, sem námu samtals tæplega 4,4 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 

Umræddur pizzustaður var til húsa í Hafnarstræti 18, sem stóð við hlið Héraðsdóms Reykjavíkur. Nú standa yfir framkvæmdir á þeim slóðum og hefur húsið sem áður hýsti staðinn verið rifið. 

Bú Pizza Royal var tekið til gjaldþrotaskipta þann 15. nóvember 2017 og lauk skiptum þann 8. febrúar síðastliðinn.

Stikkorð: Gjaldþrot Pizza Royal
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is