*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Innlent 22. apríl 2019 12:04

44 milljóna hagnaður Birgisson

Sérverslunin Birgisson hagnaðist um 44 milljónir króna á síðasta rekstrarári.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sérverslunin Birgisson, sem selur m.a. parket, innihurðar, flísar, loftaklæðningar og utanhúsklæðningar, hagnaðist um 44 milljónir króna á síðasta rekstrarári samanborið við 41 milljónar króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur verslunarinnar nam tæplega 1,2 milljörðum króna samanborið við 1,1 milljarð árið áður. Eignir námu rúmlega 432 milljónum króna og eigið fé félagsins nam 167 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall var því 39% í árslok 2018. 

Laun og launatengd gjöld námu rúmlega 207 milljónum króna og hækkaði launakostnaðurinn um 13,5 milljónir króna á milli ára, en að meðaltali störfuðu 17 manns hjá fyrirtækinu í fyrra sem og árið á undan. Þórarinn Gunnar Birgisson er framkvæmdastjóri verslunarinnar, en faðir hans, Birgir Þórarinsson, er forstjóri verslunarinnar og á hann jafnframt 83% hlut í henni.

Stikkorð: Birgisson