Alls veitti forsætisráðherra 44 fyrirtækjum undanþágu frá upplýsingalögum fyrr í sumar en lögin taka til fyrirtækja sem eru í meira en 51% eigu ríkissjóðs. Á meðal fyrirtækja er Landsbankinn og fjöldi dótturfélaga hans, Sparisjóður Bolungarvíkur, Sparisjóður Svarfdæla, Sparisjóður Vestmannaeyja og Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis. Einnig má finna á listanum, sem birtur er hér til hliðar, fyrirtæki eins og Landsvirkjun, Orkusöluna, Promens og Hótel Egilsstaði.

Fyrstu undanþágurnar
Í svari Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, kemur fram að samkvæmt upplýsingalögum var forsætisráðherra heimilað að veita fyrirtækjum í meirihlutaeigu opinberra aðila undanþágu frá gildissviði upplýsingalaga ef þau eru nær eingöngu í samkeppni á markaði. Slíkar undanþágur á að endurskoða reglulega. Í ljósi þessa sé því ekki verið að þrengja rétt til aðgangs að upplýsingum samkvæmt svarinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.