Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs reiknast til að kortavelta Íslendinga innanlands síðustu vikuna í mars hafi dregist saman um 44% frá fyrra ári.

Þetta kemur fram í tísti frá Konráð á samfélagsmiðlinum Twitter, þar sem hann veltir fyrir sér afhverju engar tölur hafi birst með nýrri tilraunatölfræði sem Hagstofa Íslands birti í morgun.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í morgun upp úr tölunum var erlenda kortaveltan í lok mánaðarins einungis 5% af því sem hún var í upphafi hans, en innlenda kortaveltan sveiflast eftir dögum og sé minnst á sunnudögum.

Í viðbótarathugasemd við eigin færslu segir hann reyndar að bæði heitir tilraunatölfræði, og það sem hann kallar y-ása fælni Hagstofunnar, bendi til að mögulega séu tölurnar ekki mjög áreiðanlegar.

„En fallið er svakalegt engu að síður,“ segir Konráð.