*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Erlent 29. maí 2019 19:07

440 milljóna hádegisverður

Metfjárhæð safnast í uppboði um að snæða hádegisverð með fjárfestinum Warren Buffett.

Ritstjórn

Metfjárhæð mun safnast í uppboði um að snæða hádegisverð með fjárfestinum Warren Buffett að því er WSJ greinir frá. Frá aldamótum hefur Buffett boðið hæstbjóðanda að snæða með sér hádegisverð.

Ágóðinn rennur í góðgerðasamtökin Glide sem gefa fátækum og heimilislausum íbúum San Francisco heilbrigðisþjónustu og mat. Samtökin voru í uppáhaldi hjá Susie Buffett, fyrri eiginkonu Buffett, sem lést árið 2004. Uppboðinu í ár er ekki lokið en hæsta boð er 3,5 milljónir dollara, um 440 milljónir króna, sem er met. Fyrra metið er frá árinu 2012 sem var jafnað árið 2016. Þá greiddi vinningshafarnir 3.456.789 dollara fyrir hádegisverð með Buffett.

Frá árinu 2008 hefur meira en milljón dollara verið greidd á hverju ári. Alls hafa nærri 30 milljónir dollara, um 3,7 milljarðar króna, runnið til Glide frá því uppboðið hófst.

Hæstbjóðandi getur tekið sjö gesti með sér í hádegisverð á Smith & Wollensky steikhúsið í New York, en eigandi steikhússins gefur einnig til Glide samtakanna.

Ted Weschler, sem þá var vogunarsjóðsstjóri, bauð tvisvar best í hádegisverðinn og greiddi meira en tvær milljónir dollara í hvert skipti. Buffett réð hann síðar í vinnu. Gert er ráð fyrir að Weschler og Todd Combs muni taka við rekstri Berkshire Hathaway þegar hinn 88 ára gamli Buffett lætur af störfum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is