Viðskipta- og hagfræðingum sem eru á atvinnuleysisskrá fjölgaði um 15 í síðasta mánuði en nú eru samtals 441 viðskipta- og hagfræðingar án atvinnu. Þá fjölgaði atvinnulausum lögfræðingum um fimm en þeir eru nú 43. Fólki með próf í félagsvísindum fjölgaði um 20, úr 171 í 191, milli mánaða.

Samtals fjölgaði fólki um 929 á atvinnuleysisskrá milli desember og janúar. Rúmlega 9% atvinnuleysi mældist í janúar. Mesta atvinnuleysið er á Suðurnesjum en það mælist nú 14,5%. Minnst er það á Vestfjörðum eða 3,4%.