Á Íslandi voru að jafnaði 16.456 launagreiðendur ef horft er til tímabilsins frá október 2015 til september 2016. Hafði þeim fjölgað um 599 eða 3,8% frá síðustu 12 mánuðum þar á undan.

Greiddu launagreiðendur að meðaltali 177.600 einstaklingum laun á þessu sama tímabili, sem er aukning um 7.600 eða 4,5% samanborið við 12 mánaða tímbili ári fyrr. Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar .

72% launagreiðenda með færri en 5 starfsmenn

Langflestir launagreiðendur voru með færri en 10 launþega á sínum vegum eða tæplega 14 þúsund ef horft er til septembermánaðar síðastliðins. Fjöldi launagreiðenda með 10 eða fleiri launþega voru 2.600.

Ef nánar er horft í tölurnar sést að 72% launþega, eða 12.120 voru með færri en 5 launþega, 12% til viðbótar voru með 5-9 starfsmenn, 13% voru með 10-49 launþega en einungis 2% með annars vegar 50-100 launþega og hins vegar fleiri en 100.