Bandaríska alríkisstofunin Federal Deposit Insurance Corporation (FDIC) hefur tekið yfir 45 banka það sem af er árinu.  Þetta kemur á vef FDIC.

Stofnunin tók yfir tvo banka í síðustu viku, baðir í Suður Karólínu. Þeir heita Atlantic Bank & Trust í Charleston og  First Citizens Bank and Trust Company.

FDIC telur kostnað ríkisins af yfirtöku á bönkunum tveimur nema 36 milljónum dala, um 4 milljörðum króna.

Bönkum í vandræðum virðist nú fara fækkandi milli ára.  Í fyrra tók FDIC yfir 157 banka.