Samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni um vinnumarkaðinn á þriðja ársfjórðungi ársins var meðalfjöldi heildarvinnustunda á viku 45,6 klukkustundir hjá þeim sem voru í fullu starfi.

Meðalfjöldi vinnustunda á viku var í heildina 41,4 klukkustundir hjá þeim sem voru starfandi í viðmiðunarvikunni sem hagstofan notaði, en meðalfjöldinn hjá þeim sem voru í hlutastarfi var 25,8 klukkustundir.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um áður reyndist atvinnuleysið á tímabilinu vera 2,6% og langtímaatvinnuleysi hefur minnkað um meira en helming milli ára.