Alvotech hefur lokið 35 milljóna dollara fjármögnun, eða sem nemur um 4,5 milljörðum íslenskra króna. Á meðal þeirra sem leggja félaginu til nýtt hlutafé eru íslenskir fjárfestar og mun þetta vera í fyrsta sinn sem innlendir fjárfestar, aðrir en meðlimir í stjórnendateymi félagsins, koma inn í hlutahafahóp Alvotech. Markaðurinn greinir frá þessu.

Lögðu íslensku fjárfestanir félaginu til um 15 milljónir dollara, eða sem nemur um 2 milljörðum króna. Er samkvæmt heimildum Markaðarins ekki að ræða íslenska lífeyrissjóði. Restin af fjármögnunni kom frá erlendum fjárfestum.

Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen, systurfélags Alvotech, staðfesti í samtali við Markaðinn að fjármögnunin hafi verið frágengin í lokuðu útboði í síðustu viku.

Alvotech hefur alls sótt sér um 100 milljónir dollara í nýtt hlutafé undanfarna fjóra mánuði.