*

fimmtudagur, 15. apríl 2021
Innlent 13. febrúar 2021 15:04

45 milljóna króna hagnaður EY

Hagnaður endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækisins dróst saman um 25 milljónir frá fyrra ári. Velta nam einum milljarði króna.

Ritstjórn
Margrét Pétursdóttir er forstjóri EY.
Gígja Einarsdóttir

Endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Ernst & Young á Íslandi (EY) hagnaðist um 45 milljónir króna á síðasta rekstrarári og dróst hagnaðurinn saman um 25 milljónir frá fyrra rekstrarári.

Velta félagsins nam 1 milljarði króna og stóð nánast í stað frá fyrra rekstrarári. Eignir EY námu 408 milljónum króna í lok tímabilsins og eigið fé 96 milljónum króna.

Greiddur var út 54 milljóna króna arður til hluthafa fyrirtækisins vegna fyrra rekstrarárs.       

Stikkorð: EY uppgjör