Notkun Íslendinga á kreditkortum erlendis hefur minnkað um 45% frá 18. nóvember til dagsins í dag miðað við sama tíma í fyrra, að því er Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortalausna hjá Valitor, sagði í samtali við Viðskiptablaðið.

Eins og fram kemur í frétt hér á öðrum stað á vb.is hefur kreditkortavelta Borgunar (MasterCard) hér heima dregist saman um 9-10% og sagði Bergsveinn að svipaða sögu væri að segja um Visa-kreditkort.

Bergsveinn sagði að á hinn bóginn hefðu útlendingar verslað mun meira hér á landi en á sama tíma í fyrra. Frá 18. nóvember hefur kreditkortavelt vegna erlendra ferðamanna aukist um hátt í 60%.