Óverðtryggðar skuldir ríkissjóðs námu 45% í lok ágúst á þessu ári, verðtryggðar 27% og erlendar skuldir 28%. Í þessum tölum eru allar skuldir meðtaldar, meðal annars erlend lán sem tekin voru til styrkingar gjaldeyrisforða. Ef lántökur vegna gjaldeyrisforða eru ekki meðtaldar breytist samsetning skulda í lok ársins 2011. Óverðtryggð lán eru þá hærri eða 61% í stað 45% og verðtryggð lán 34% í stað 25%.

Ástæðuna fyrir snarpri hækkun verðtryggðra lána árið 2009 má rekja til skuldabréfs sem gefið var út til styrkingar eiginfjárstöðu Seðlabanka Íslands. Fjárhæð þessa skuldabréfs lækkaði síðan árið 2010 þegar eignir voru seldar frá ríkissjóði til Eignarhaldsfélags Seðlabanka Íslands en á móti jókst útgáfa verðtryggðra skuldabréfa á markaði

Samsetning skulda ríkisins - Skjámynd úr Viðskiptablaðinu 27.09.12
Samsetning skulda ríkisins - Skjámynd úr Viðskiptablaðinu 27.09.12
© vb.is (vb.is)