„Stjórnin er núna í þessum töluðu orðum að vinna úr umsóknum og ferlið á lokastigi,“ segir Kolbeinn Kolbeinsson, varaformaður stjórnar Samtaka iðnaðarins. Stjórnin auglýsti eftir umsækjendum um stöðu framkvæmdastjóra samtakanna síðustu helgina í október. Orri Hauksson sagði starfi sínu lausu í kjölfar þess að hann var ráðinn forstjóri Skipta 18. október síðastliðinn.

Kolbeinn segir 45 manns hafa sótt um stöðu framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir umsækjendur mjög frambærilega og ráðningarferlið ganga vel.