Vísitala neysluverðs hjá OECD ríkjunum stóð í stað milli mánaða í september.

Það þýðir að tólf mánaða verðbólga mældist 4,5% hjá OECD ríkjunum í september en var 4,7% í ágúst síðastliðnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá OECD.

Á ársgrundvelli hefur vísitalan neysluverðs þó hækkað nokkuð. Þannig hefur verð á orku og eldsneyti hækkað um 18,9% milli ára í september en verð á matvörum um 6,8%. Í ágúst hafði orka hækkað um 20,9% og matvara um 7,1%.

Á evrusvæðinu hefur vísitalan neysluverðs hækkað um 3,6% milli ára og í Bandaríkjunum um 4,9%

Í Japan hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,1%, í Bretlandi um 5,2%, á Ítalíu um 3,8%, í Kanada um 3,4%, í Frakklandi um 3% og í Þýskalandi um 2,9%.