4.500 störf voru laus á íslenskum vinnumarkaði á þriðja ársfjórðungi 2019 en á sama tíma voru um 237.000 störf mönnuð. Hlutfall lausra starfa var því rétt um 1,9%. Þetta kemur fram í niðurstöðum starfaskráningar Hagstofunnar .

Þess ber þó að geta að um er að ræða bráðabirgðatölur byggðar á gögnum úr starfaskráningu Hagstofunnar, sem er ársfjórðungsleg úrtaksrannsókn meðal lögaðila.