Eignarhaldsfélagið Mata, sem er í eigu Eggerts Árna Gíslasonar, Guðný Eddu Gísladóttur, Gunnars Þórs Gíslasonar og Halldórs Páls Gíslasonar, hagnaðist um 452 milljónir í fyrra. Árið 2012 tapaði félagið 63 milljónum. Munar mestu um gengismun, en félagið  hagnaðist um 217 milljónir vegna þess og um 314 milljónir vegna hlutdeildar í afkomu hlutdeildarfélaga. Mata á rúmlega 16% hlut í Straumi fjárfestingabanka.

Eignir félagsins voru metnar 1.161 milljónir í ársreikningi 2013 en á 824 milljónir árið áður. Þá lækka langtímaskuldir félagsins úr 780 milljónum árið 2012 í 665 milljónir árið 2013.

Árið 2013 keypti Mata 17,85% hlut í Langasjó ehf. á 102,2 milljónir króna. Bókfært virði hlutarins í árslok er hinsvegar 225 milljónir.

Mata á einnig hluti í Bakkavör Group hf. fyrir 308.382 krónur, Tryggingamiðstöðinni hf. fyrir 9.134.250 krónur og N1 hf. fyrir 227.821 krónu.