Hagnaður Straums eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi árið 2005 var 4.577 milljónir króna en var 2.016 milljónir króna árið 2004 og er það 127% hækkun. Hagnaður bankans fyrir skatta nam 5.267 milljónum króna og er það 115% aukning frá fyrra ári. Hagnaður á hlut á fyrsta ársfjórðungi var 0,86 krónur og hækkar um 76% frá sama tímabili í fyrra.

Hreinar rekstrartekjur námu 5.535 milljónum króna og jukust um 118% frá fyrra ári. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum var 3,7% á fjórðungnum og rekstrartekjur sem hlutfall af heildareignum 0,2%.
Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 14,5% á fyrstu þremur mánuðunum ársins sem gerir 72% arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli.

Heildareignir bankans námu 109.159 milljónum króna en voru 89.644 milljónir króna í árslok 2004 og hafa því vaxið um 22% frá áramótum.
Eigið fé var 42.866 milljónir króna í lok fyrsta fjórðungs og hefur aukist um 32% frá áramótum. Eiginfjárhlutfall á CAD-grunni var 19,6%, þar af A-hluti 14,9%.

Útlán til viðskiptamanna námu 31.773 milljónum króna og hafa útlán vaxið um 25% á fyrsta ársfjórðungi. Virðisrýrnun útlánasafns nam 63 milljónum króna á ársfjórðungnum eða 0,22% af meðalstöðu útlána yfir tímabilið.