Gengið hefur verið frá úthlutunum styrkja ársins hjá AVS sjóðnum, alls voru 46 verkefni styrkt fyrir 239,6 milljónum króna en þar af voru 15 framhaldsverkefni. Þetta kemur fram í frétt á vef AVS

AVS rannsóknasjóður veitir styrki til rannsókna- og þróunararverkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs en skammstöfunin AVS stendur fyrir „Aukið Verðmæti Sjávarfangs." Styrkir eru veittir til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis og eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum.

Í úthlutunarnefnd eru Lárus Ægir Guðmundsson formaður, Arndís Ármann Steinþórsdóttir og Hólmfríður Sveinsdóttir. Nánar má lesa um úthlutanir á síðu AVS .