Skiptum er lokið á þrotabúi félagsins Vinnulyftur ehf., sem rak vinnuvélaleigu undir sama nafni. Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu kemur fram að lýstar kröfur í þrotabúið námu alls 464,4 milljónum króna. Forgangskröfur að fjárhæð 2,4 milljónir króna fengust greiddar, en upp í almennar kröfur fengust aðeins rétt rúmar sex milljónir króna.

Félagið komst í fréttir fyrr á árinu þegar Hæstiréttur dæmdi fyrrverandi eiganda félagsins, Eyvindi Jóhannessyni, í vil í máli hans gegn endurskoðunarfyrirtækinu KPMG og tveimur starfsmönnum þess. Eyvindur seldi Vinnulyftur ehf. árið 2007 eftir að starfsmenn KPMG komu að máli við hann og sögðust vera með áhugasama kaupendur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .