*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 28. nóvember 2013 09:07

47% fjölskyldna skulda ekkert

Tillögur ríkisstjórnar beinast að hámarki að 53% heimila í landinu. Þetta kemur fram í hagsspá Landsbankans.

Edda Hermannsdóttir
Aðsend mynd

Fjölskyldur sem skulda ekkert vegna húsnæðis nema 47% og búa 27% þeirra í leiguhúsnæði. 73% búa því í eigin húsnæði og voru 27% þeirra skuldlausar. Þetta kemur fram í hagsspá Landsbankans sem kynnt var í morgun. 

Tillögur ríkisstjórnarinnar beinast að hámarki að 53% heimila í landinu en þar sem þær snúa að miklu leyti að verðtryggðum skuldum er sá hópur sem hefur vonir um einhverja leiðréttingu enn minni, segir í skýrslu bankans. 

„Hluti af hugmyndafræðinni felst í því að færa húsnæðisskuldir heimilanna úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Útfærslu þessara breytinga er einnig beðið, en alkunna er að óverðtryggðar skuldir geta gert heimilin berskjaldaðri gagnvart breytingum á greiðslubyrði lána í kjölfar óstöðugleika í efnahagsumhverfinu, t.d. við snögghækkandi verðbólgu og vaxtahækkun í kjölfarið.“