Landsframleiðsla á fyrstu níu mánuðum ársins jókst um 3,7% að raungildi á milli ára, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar en um 4,7% að raungildi á milli 2. og 3. fjórðungs.

Fram kemur í riti Hagstofunnar um landsframleiðslu að afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd voru mun meiri á 3. ársfjórðungi í ár en á 2. fjórðungi. Afgangurinn nú nam 61 milljarði króna miðað við 36 milljarða á öðrum fjórðungi.

Hagvöxtur jókst því í samræmi við vöxt þjóðarútgjalda.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að þjóðarútgjöld jukust um þjóðarútgjöld um 1,6%, einkaneysla jókst um 1,1%, samneysla var óbreytt og fjárfesting dróst saman um 5,3%. Á sama tíma jókst útflutningur um 6,8% og innflutningur um 1,2%.