Breska pundið hefur hefur ekki verið lægra í níu mánuði eftir að könnun birtist um helgina sem sýnir að 47% Skota vilji að Skotland sé sjálfstætt ríki, meðan 45% aðspurðra segir nei. YouGov gerði könnunina 2.-5. september .

Mikill viðsnúningur hefur verið á fáum mánuðum í afstöðu til sjálfstæðis. Hinn 7. ágúst birti YouGov könnun þar sem 61% sögðu nei og 39% já.

Pundið fellur

Breska pundið hefur veikt umtalsvert síðustu daga og hefur veikingin haldið áfram í morgun. Gjaldmiðillinn hefur ekki verið veikari frá því í nóvember í fyrra, eða 9 mánuði, en veikingin hefur numið 5% frá hæsta gildi í júlí.