Verðbólga í Bretlandi heldur áfram að hækka og mældist 4,7% í ágúst mánuði en var 4,4% í júlí.

Eins og síðustu mánuði er það hækkandi matvæla og eldsneytisverð sem veldur hækkandi vísitölu neysluverðs samkvæmt upplýsingum frá hagstofu Bretlands.

Þetta kemur fram á vef BBC en nú þarf bankastjóri Englandsbanka, Mervyn King að rita fjármálaráðherra Bretlands annað bréf en samkvæmt lögum í Bretlandi þarf bankastjóri Englandsbanka að rita fjármálaráðherranum bréf í hvert skipti sem verðbólga mælist yfir 2% verðbólgumarkmiði bankans.

Þar eiga að liggja fyrir útskýringar á hækkandi verðbólgu og drög að aðgerðum bankans til að vinna á henni.