*

laugardagur, 4. desember 2021
Innlent 19. október 2021 07:11

471 milljón vegna riftunarmáls

Tap Leitis eignarhaldsfélags á síðasta ári má rekja til dóms Hæstaréttar í riftunarmáli þrotabús EK1923 ehf. gegn Sjöstjörnunni.

Ritstjórn
Leiti eignarhaldsfélag ehf. er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Leiti eignarhaldsfélag ehf. tapaði 431 milljón króna á síðasta ári, samanborið við 52 milljóna tap árið 2019. Eignir nema 3,5 milljörðum en skuldir 3,3 milljörðum.

Félagið er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar en innan þess má meðal annars finna einkahlutafélögin Stjörnuna, Sjöstjörnuna, Sólstjörnuna og Papbýlisfjall. Þá á félagið meðal annars í Löxum Fiskeldi og Raufarhóli ehf.

EBITDA var jákvæð um rúmlega 51 milljón króna en hafði verið 107 milljónum hærri árið á undan. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 517 milljónir en stærstan hluta þess, 471 milljón, má rekja til dóms Hæstaréttar í riftunarmáli þrotabús EK1923 ehf. gegn Sjöstjörnunni.

Samkvæmt þeim dómi var kaupsamningi um Skútuvog 3 rift og félagið dæmt til að greiða þrotabúinu tiltekna fjárhæð. Sjöstjarnan hefur stefnt KMPG og Logos til greiðslu skaðabóta vegna ráðgjafar þeirra í tengslum við dómsvaldið „vegna þess skaða sem niðurstaða [dómsins] hefur valdið félaginu".