Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í nóvember sl. var 475. Heildarvelta nam 14,6 milljörðum króna, eða 30,8 milljónum að meðaltali. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 9,5 milljörðum, um 4,3 milljörðum með eignir í sérbýli og um 0,8 milljörðum með aðrar eignir. Þjóðskrá Íslands greinir frá þessu á vefsíðu sinni.

Í samanburði við október fjölgaði kaupsamningum í nóvember um 20,9% og veltan jókst um 30,3%. Þegar nóvember 2011 er borin saman við sama mánuð í fyrra fjölgar kaupsamningum um 69% og veltan jókst um 96,9%.

Í frétt Þjóðskrár kemur fram að makaskiptasamningar voru 42 í nóvember, eða alls 9,2% af öllum samningum.