Tilboð evrópska fjárfestingasjóðsins Triton í Icelandic Group hljóðaði upp á 300 milljónir evra, jafnvirði 47,8 milljarða króna. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Eins og fram hefur komið hafnaði Framtakssjóður Íslands tilboði Triton. Tilboðið þótti ekki ásættanlegt.

Haft er eftir Carl-Evald Bakke-Jacobsen, meðeigandi í Triton, í Fréttablaðinu í dag að tilboð Triton sé mun hærra en aðrir eru tilbúnir að borga. Viðræðuslitin hafi komið þeim á óvart.