*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 25. mars 2021 13:45

4.786 fóru að gosinu í gær

Ferðamálastofa hefur sett upp teljara á stikaðri gönguleið að eldgosinu í Geldingadölum.

Ritstjórn
epa

Í gær var settur upp teljari á vegum Ferðamálastofu á stikaðri gönguleið að eldgosinu í Geldingadölum. Alls fóru 4.786 manns að gosinu í gær en mesta umferðin var í kringum sjöleytið í gærkvöldi.

Teljarinn mælir gangandi umferð til og frá gosslóð og sendir frá sér uppfærslu einu sinni á sólarhring. Tölur unnar upp úr talningargögnum eru nú aðgengilegar í Mælaborði ferðaþjónustunnar.

Gögnin munu nýtast við skipulagningu og ákvarðanatöku Almannavarna og fleiri aðila sem koma að starfsemi á svæðinu, fyrir utan að vera til gagns og gamans fyrir almenning.

Uppsetning og viðhald teljara er í höndum telja.is og gagnavinnsla og sjónræn framsetning er unnin af Ferðamálastofu.

Stikkorð: Ferðamálastofa Gos