Alls eru 4.795 heimili í vanskilum með lán sín hjá Íbúðalánasjóði í lok nóvember. Þar af eru 616 heimili með frystingu á lánum sínum, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu sjóðsins fyrir síðasta mánuð. Alls voru 9,4% þeirra heimila sem eru með fasteignalán sín hjá sjóðinum með lánin í vanskilum í nóvember. Það er sama hlutfall og í lok árs 2011.

Fram kemur að fjárhæð vanskila einstaklinga nam 4,91 milljarði króna í lok nóvember. Undirliggjandi lánavirði er um 90,3 milljarðar eða um 13,7% útlána sjóðsins til einstaklinga. Það samsvarar 0,3% lækkun frá fyrri mánuði og er undirliggjandi lánsfjárhæð í vanskilum í lok nóvember 0,5% undir meðalstöðu ársins.

Vanskil ná til 2.641 heimila á höfuðborgarsvæðinu og til 2.154 heimila utan höfuðborgarsvæðisins.